Starfsfólk HSF renndi sér niður hæsta fjall við norðanverðan Eyjafjörð


Starfsfólk HSF á Siglufirði og Ólafsfirði fór 9. þessa mánaðar upp á fjallið Kaldbak við utanverðan Eyjafjörð og renndi sér þar niður á skíðum og þotum.

Það var byrjað að fara með rútu sem leið lá á Grenivík og þaðan lá leið upp erfiða brekku og mörgum stóð ekki á sama, en góður bílstjóri kom öllum heilum upp. Síðan var farið með snjótroðra upp á Kaldbak og enn lá leiðin upp í mikla hæð. Svo þegar upp kom voru skíðin spennt á fætur og þoturnar græjaðar.

Nú fór spennan að magnast en allt gekk vel og allir komust heilir niður.

Þaðan lá leiðin út að borða á Grenivík, í Jónasarbúð, þar sem beið góður og flottur matur.

Hér má líta fróðleik um Kaldbak.

Takk fyrir okkur.

Hrönn Einarsdóttir

Myndir og texti: Hrönn Einarsdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is