Stærsta skemmtiferðaskip sem lagst hefur að bryggju

Saga Sapphire á Siglufirði

Í dag lagðist skemmtiferðaskipið Saga Sapphire að bryggju á Siglufirði. Skipið sem er 200 metra langt, liggur við 155 metra langan bryggjukant og er það stærsta sem lagst hefur að bryggju á Siglufirði, að því er fram kemur á vef Fjallabyggðar.

Þar kemur einnig fram að Saga Sapphire sé rúmlega 37.000 brúttótonn, farþegar séu um 600 talsins og yfir 400 í áhöfn skipsins.

Farþegar skipsins njóta allskonar afþreyingar í dag, bæði innan bæjar og utan, og mun skipið láta úr höfn kl. 20.00 í kvöld.

Meðfylgjandi drónamyndir tók Ingvar Erlingsson.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is