Sprengt í gegn fyrir 44 árumAð morgni laugardagsins 17. september 1966 var ?sprengt í gegn? í Strákagöngunum. Þá hafði 25 manna vinnuflokkur unnið á vöktum við sprengingar í þrettán mánuði. Göngin voru talin 783,4 metra löng, 4,5 metra há og 5,5 metra breið. Þau liggja í um eitt hundrað metra hæð.

Ljósmyndarar á vegum dagblaðanna fengu að fara í gegnum göngin fyrsta daginn, frá Siglufirði vestur fyrir og til baka, í fylgd með starfsmönnum við gangagerðina. Í þeim hópi var þrettán ára gamall fulltrúi Alþýðublaðsins, Kristján L. Möller, sá sem í fyrravor sprengdi síðustu sprengjuna í Héðinsfjarðargöngunum, þá sem samgönguráðherra. 

Á forsíðu Alþýðublaðsins 20. september birtist mynd frá Kristjáni af bormanni (sennilega Bjarna Sigurðssyni sem kenndur var við Visnes). Meðfylgjandi mynd af Kristjáni við gatið birtist á forsíðu Vísis sama dag. 

Kristján L. Möller við gatið vestanmegin í Strákagöngum, í september 1966.

Kristján á Strákaveginum, skammt frá Sauðanesi. 

Forsíður Alþýðublaðsins og Vísis 20. september 1966, fyrir 44 árum.

Texti og myndir af Kristjáni: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

Myndir af Alþýðublaðinu og Vísi: Timarit.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is