Sprenging hjá Steingrími


Eins og flest okkar vita er Steingrímur Kristinsson ljósmyndari með heimasíðu og þar rekur fólk iðulega inn kollinn. En óhætt er að segja að um síðustu helgi, við opnun Héðinsfjarðarganga, hafi orðið sprenging þar inni, því heimsóknir voru um 1.000 á dag og flettingar vel yfir 22.000, þar á meðal fjöldi frá Tékklandi – enda maðurinn fyrir löngu orðinn alþekktur þar og annars staðar fyrir myndir sínar í tengslum við gerð þeirra allt frá upphafi.

Hægt er að skoða þetta með því að fara hingað og smella á litla tengilinn alveg neðst á forsíðunni til vinstri.

Myndir hans frá vígslunni eru þar inni, hægra megin. En þær er einnig að finna á Siglo.is.

Alltaf flottur, karlinn.

Bregst aldrei.

Steingrímur Kristinsson í kunnuglegri stellingu 15. febrúar 2010.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is