Sprengidagur


Upp er runninn sprengidagur.

Ýmsan fróðleik um hann má lesa hér, en sá texti er fenginn af Wikipediu.


Á Vísindavefnum segir aukinheldur: ?Líklegt er að kjötátið sem tengist
þessum degi eigi rætur að rekja til katólsku. Fasta katólskra byrjar
einmitt daginn eftir og þá borða þeir ekki kjöt svo sem kunnugt er.
Íslenska heitið, sprengidagur, er þekkt frá átjándu öld. Það tengist
sjálfsagt kappsfullu áti í huga margra en líklegt er að sú hugmynd sé
alþýðuskýring. Hitt er líklegra að nafnið beri að rekja til þeirrar
katólsku venju að stökkva vatni á kirkjugesti þennan dag. Dagar sem
slíkur siður fylgir heita á þýsku ?Sprengtag? og hefði það heiti getað
borist til Íslands með þýskum biskupum eða kaupmönnum á síðmiðöldum.?

Eysteinn Aðalsteinsson á alltaf til nóg af góðu saltkjöti í verslun sinni.

Hér er örlítið sýnishorn.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is