Spjallað um siglfirska bók


Amtsbókasafnið á Akureyri tekur nú þátt í norrænu verkefni um notkun samfélagsmiðla á Internetinu og hefur opnað Bókaspjall – síðu á Facebook þar sem finna má myndbönd þar sem fjallað er um bækur. Umsjónarmaður verkefnisins er Hjalti Þór Hreinsson. Í nýjasta bókaspjalli Amtsbókasafnsins kemur Siglufjörður nokkuð við sögu, enda er þar fjallað um spennusögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu. Hér má skoða bókaspjallið um Snjóblindu, en í kynningu segir að önnur bók Ragnars Jónassonar sé ?Snjóblinda, vel fléttuð sakamálasaga sem gerist á Siglufirði. Bænum þar sem ?aldrei neitt gerist.??

 

Snjóblinda kom út í kilju í febrúar og komst í kjölfarið á metsölulista Félags íslenskra bókaútgefanda yfir tíu mest seldu íslensku skáldverkin á landsvísu.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is