Spiladagur 1. bekkjar


Í gær, frá kl. 16.30-18.00, komu nemendur og aðstandendur 1. bekkjar Grunnskóla
Fjallabyggðar saman, eins og gerist með jöfnu millibili allan veturinn,
til að eiga góða stund í sínum hópi, og nú var hist uppi í safnaðarheimili og var þemað spil af ýmsu tagi. Taflborð voru
dregin fram, sem og Yatzy, Draugaspilið o.fl., og atti þar hver kappi
við annan, í mestu vinsemd þó, að sjálfsögðu. Þá var poppkorn á
boðstólum, kaka og drykkjarföng, til að fullkomna nú afslappelsið. 

Hér koma nokkrar myndir.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is