Spennandi vettvangsferð 1. og 2. bekkjar


Nemendur og kennarar 1. og 2. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar í
Siglufirði brugðu sér í vettvangsferð í morgun og var ákveðið að skoða
fjörusvæðið austan við Síldarminjasafnið. Þar var margt spennandi
að sjá. Sendlingur trítlaði á grjóti í flæðarmálinu og hávellur sungu
aðeins utar og aðrir fuglar voru þar líka, m.a. æðarfuglar og máfar, en engir dílaskarfar hvíldu í
bæli sínu á tanganum framan við Roaldsbrakkann. Og æðarkóngurinn var í
felum einhvers staðar.

Svo þurfti auðvitað að fleyta kerlingar og gefa dúfunum og sitthvað fleira.

Sumsé góður dagur og fræðandi, þrátt fyrir nepjuna. 

Svona á fólk að vera.

Nemendur og kennarar hvíla lúin bein.

Dúfurnar fengu nóg að borða.

En dílaskarfa var hvergi að sjá.

Þeir eiga sér annars afdrep á tanganum þarna hægra megin, nær.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is