Spá 40-50 m/​s í dag


Það er spáð kolvitlausu veðri í dag og nótt, að því er fram kemur á Mbl.is. Á Ströndum og Norður­landi vestra tek­ur gul viðvör­un gildi klukk­an 13.00 og gild­ir til 10.00 í fyrra­málið. Þar er spáð suðvest­an 15-25 m/​s með vind­hviðum 35-45 m/​s við fjöll, hvass­ast á Strönd­um og í Skagaf­irði. Á Norður­landi eystra tek­ur gul viðvör­un einnig gildi klukk­an 13.00 en gild­ir til klukk­an 11.00 á morg­un. Um er að ræða suðvest­an 15-25 m/​s með 40-50 m/​s vind­hviðum við fjöll, hvass­ast á Trölla­skaga. Er þetta var­huga­vert öku­tækj­um sem taka á sig mik­inn vind. Ferðalang­ar eru beðnir um að fara var­lega.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]