Söngsveitin Fílharmónía á Siglufirði og Akureyri helgina 16.-18. maí


?Mig langaði að segja ykkur frá því að kórinn minn, Söngsveitin
Fílharmónía, er að koma til Siglufjarðar helgina 16.-18. maí. Stjórnandi
kórsins er Magnús Ragnarsson og eru meðlimir kórsins 65 talsins. Það
verða fleiri en fimmtíu söngvarar með í þessarri söngferð, enda almennt
mikil tilhlökkun í hópnum yfir að heimsækja Norðurlandið fagra og syngja
fyrir íbúa Tröllaskaga og Akureyringa.? Þetta ritar brottfluttur
Siglfirðingur, Birna Kristín Eiríksdóttir, í bréfi til vefsins.

Og ennfremur:

?Kórinn er að undirbúa sig undir kórakeppni í Llangollen, Wales, í júlí næstkomandi og verður því svipuð efnisskrá flutt á tónleikunum og verða í keppninni. Á efnisskránni, sem er býsna fjölbreytt, eru bæði íslensk og erlend verk, svo sem eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo, Randall Z. Stoope, Báru Grímsdóttur, Gunnstein Ólafsson og Þóru Marteinsdóttur (sem syngur einmitt með kórnum) svo fátt eitt sé nefnt.

Tónleikarnir verða sem hér segir:

 

  • Siglufjarðarkirkja: Laugardagur 17. maí kl 17.00. Miðaverð er 1500 kr.
  • Akureyrarkirkja: Sunnudagur 18. maí kl 16.00, ásamt Kór Akureyrarkirkju, sem er stjórnað af Eyþóri Inga Jónssyni.

Okkur fyndist voða gaman að sjá sem flesta.?

Heimasíða kórsins er http://filharmonia.is/.

Söngsveitin Fílharmónía.

Stærri mynd hér.

Mynd: Aðsend.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is