Söltunargengið heimsótti sjúkrahúsið


Söltunargengið kom í óvænta heimsókn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði um kaffileytið í dag og bauð upp á síldarsmökkun, ásamt því að flytja nokkur klassísk sjómannalög við mikla ánægju og þökk viðstaddra. Er þetta framtak á miðju Síldarævintýri til mikillar fyrirmyndar.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is