Sólin á Sigló


Góða veðrið á Siglufirði rataði fyrr í dag inn á Vísi.is, þótti
víst tíðindum sæta því rigning er víðast hvar annars staðar á landinu
þessar stundirnar.

Þar sagði orðrétt:

Votviðri hefur verið á landinu undanfarna daga og
margir ósáttir við veðrið á landinu það sem af er sumri. Lesandi Vísis á
Siglufirði er hins vegar himinlifandi með veðrið þessa stundina.

?Svona
er á Siglufirði núna, 21 stig hiti og sól,? skrifaði hann með þessari
fínu mynd að ofan. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er um tíu stiga
lofthiti á Siglufirði þessa stundina en greinilegt er að lesandi Vísis
hefur það gott í sólinni.

Vísir hvetur
lesendur sína til að senda sér skemmtilegar sumarmyndir hvaðanæva af
landinu hvort sem það er á ferð og flugi eða í sínu daglega amstri.
Myndirnar má senda á ritstjorn@visir.is.

Mynd: Skjáskot af téðri frétt.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is