Sólberg ÓF 1 komið til heimahafnar


Sólberg ÓF 1 kom til heimahafnar í Siglufirði í morgun. Þetta er hið glæsilegasta fley, hannað af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðað í Tersan-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Það er tæpir 80 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn. Rými verður fyrir allt að 1.200 tonn af afurðum á brettum í 1.900 rúmmetra frystilest.

Móttökuathöfn fyrir bæjarbúa og gesti verður klukkan 13.30 á morgun, laugardag, á Hafnarbryggjunni.

Sjá nánar hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is