Sólardeginum fagnað


Sólardagurinn langþráði er runninn upp hér í Siglufirði, eftir 74 daga rökkur. Alskýjað hefur þó verið og ekkert gult að sjá á himni. Eins og oft áður. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: Norðan 8-13 m/s og él, frost 0 til 5 stig. Og fyrir Norðurland eystra: Norðan 8-15 m/s og snjókoma, frost 0 til 5 stig. En það er í lagi. Nóg er að vita, að ein skuli vera farin að miða geislum sínum á Ráðhússtorgið og þaðan af víðar, og öll él birtir jú upp um síðir. Og vorið er innan seilingar.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is