Sólardeginum fagnað


Þessi unga siglfirska stúlka, Tinna Hjaltadóttir, sem í febrúar verður sjö ára gömul, er ein af fjölmörgum sem í dag fagnar því með brosi á vör að sólin er aftur farin að varpa geislum sínum yfir Siglufjörð eftir 74 daga fjarveru. Pönnukökur eru víða á borðum í tilefni þessa og í hádeginu munu nemendur í 1.-4. bekk grunnskólans heilsa þeirri gulu með söng í kirkjutröppunum.

Tinna prýðir forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is