Sóknarmannatölin á Netinu


Á vegum Þjóðskjalasafns Íslands er nú unnið að því að mynda og birta á Netinu prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl af öllu landinu. Að því er varðar Siglufjörð (Hvanneyri) eru þegar aðgengileg sóknarmannatöl fyrir flest áranna frá 1785 til 1952. Þarna má finna mikinn fróðleik um íbúana. Hin síðari ár er meðal annars hægt að sjá hvenær fólk flutti til bæjarins. Slóðina er að finna hér.

Sem dæmi er hér fyrir neðan mynd af síðu þar sem sést hverjir voru skráðir til heimilis á prestssetrinu á Hvanneyri í árslok 1917, fyrir einni öld (í húsi nr. 125). Alls voru þá 1.114 íbúar í hreppnum, 910 í kauptúninu en 204 utan þess. Verkfærir töldust 262. Á árinu dóu 8 manns en 49 fæddust.
Myndir: Af vef Þjóðskjalasafns Íslands.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is