Sögufrægt tertubox fær andlitslyftingu


Bjarni Þorgeirsson málarameistari hefur komið að snyrtingu margra
húsanna um dagana, að utan og innan, af öllum stærðum og gerðum, á
Siglufirði og annars staðar. En sennilega hefur það verk sem hann réðst í

fyrir nokkrum vikum verið eitt af því óvenjulegasta en jafnframt
ánægjulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur, en það var að
skerpa á litum gamals box, sem notað var lengi í Félagsbakaríinu, hjá
Sigurði Guðjónssyni, til að ferja rjómatertur til viðskiptavina.

Bjarni ólst nefnilega upp á þessum sama bletti og var sem gutti að snudda öllum stundum í kringum Sigga bakara, eins og hann oftast var kallaður.

Tertuboxið er nú varðveitt í Aðalbakaríinu.

Gaman að þessu.

Málarameistarinn glaður í bragði og stoltur með unnið verk.


Nærmynd af hinu sögufræga tertuboxi úr Félagsbakaríinu.

Myndir: Kristján L. Möller | klm@althingi.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is