Sofið í hylkj­um


„Með stækk­andi ferðamanna­markaði eykst fjöl­breytn­in en fjöru­tíu svefn­hylki eru nú kom­in til Vest­manna­eyja og verða þau tek­in í notk­un síðar í mánuðinum. Í hylk­inu er pláss fyr­ir eina mann­eskju og þar er að finna sjón­varp og inn­stung­ur fyr­ir raf­magns­tæki gesta. Sam­bæri­leg svefn­hylki hafa verið í notk­un á gisti­heim­il­inu Galaxy Pod Hostel við Lauga­veg í nokkra mánuði og seg­ir eig­andi reynsl­una góða og eft­ir­spurn­ina mikla.

Hjón­in Svava Gunn­ars­dótt­ir og Stefán Birg­is­son reka Ham­ar Gu­est­hou­se í Vest­manna­eyj­um og hafa þau pantað fjöru­tíu kín­versk svefn­hylki. Þau hafa rekið gisti­heim­ilið um ára­bil en ákváðu ný­lega að stækka við sig og opna einnig kojugist­ingu. Upp­haf­lega stóð til að kaupa hefðbundn­ar timb­urkoj­ur en eft­ir að hafa verið bent á hylk­in var ekki aft­ur snúið. „Þetta eru miklu meiri þæg­indi vegna þess að í hverj­um klefa er sjón­varp og inn­stung­ur fyr­ir síma og tölv­ur,“ seg­ir Svava og bæt­ir við að hjón­in hafi einnig viljað eitt­hvað nýtt og öðru­vísi.

Spurð hvort kojugist­ing sem þessi sé dýr­ari kost­ur svar­ar Svava neit­andi og seg­ir að nótt­in verði lík­lega á um sex til sjö þúsund krón­ur.

Stefnt er að því að opna gist­ing­una í lok mánaðar­ins. Svava seg­ist sjálf ekki hafa prófað hylkið en ætl­ar hún lík­lega að gera það bráðlega.“

Þetta gefur að lesa á Mbl.is. Sjá nánar þar.

Svava og Stefán eru bæði Siglfirðingar. Stefán er sonur Birgis Björnssonar bifvélavirkja og Hrafnhildar Stefánsdóttur. Svava er dóttir Gunnars Þórs Sveinbjörnssonar bifvélavikja og Kolbrúnar Ingu Karlsdóttur.

Mynd: Af Mbl.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is