Snorri í heimsókn


Þessi 2-4 ára gamli landselur hvíldi sig á ísspöng neðarlega í Hólsá í dag í blíðskaparveðri og skoðaði þaðan fjölbreytt mannlífið. Skammt þar frá voru tveir aðrir á sveimi, ekki eins gæfir.

Landselurinn er algengasta selategundin hér við land og jafnframt önnur tveggja sem kæpa við Ísland; hin er útselur. Við Norðausturland og Austfirði er hann þó fremur sjaldgæfur. Norðlægari tegundir sem koma í heimsókn endrum og sinnum eru blöðruselur, hringanóri, kampselur, vöðuselur og rostungur.

Siglufjörður fyrr í dag.

Siglufjörður fyrr í dag.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is