Snjóléttur fjallahringur


Ekki er nema tæpur hálfur mánuður í fyrsta vetrardag – hann er 23. október næstkomandi – og enn er þó sumarblíða hér nyrðra og
víðar um land. Ekki amalegt það. Mikill fjöldi gesta hefur verið í bænum
þessa helgina, þar sem flestir hafa verið að skoða hin nýju göng. Hvort
þetta er forsmekkurinn að því sem koma skal er erfitt að segja til um,
en vonandi þó. 

Einnig voru fjölmargir í Héðinsfirði, ýmist á áningarstaðnum eða á rölti meðfram vatninu – eflaust á leiðinni svo hingað eða nýbúnir að skoða.

Hér koma nokkrar fjallamyndir.

Svona litu fjöllin í austri og suðri út föstudaginn 8. október síðastliðinn.


Og Kálfsdalurinn svona í dag.

Staðarhólshnjúkur (ytri).

Og syðri, ellegar Hestskarðshnjúkur.

Og drottningin sjálf, Hólshyrnan.

Og ekki var þetta síðra í Héðinsfirði.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is (þessi frá 8. október) og Sigurður Ægisson | sae@sae.is (allar hinar).

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is