Snjóflóðaþil sett upp


Kristján L. Möller alþingismaður og fyrrverandi samgönguráðherra segir á Facebook-síðu sinni í dag að nú hafi verið ákveðið að setja upp þrjú snjóflóðaþil á veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, þar sem mest hætta er á snjóflóðum. Tvö þil verða 40 metra löng og eitt 50 metrar. Verkið kostar um 50 milljónir króna. ?Ég hef alltaf talið að þessi gerð snjóflóðavarnar myndi henta vel í þessum giljum,? segir Kristján. ?Sótti ég þessa vissu mína í reynslu að vestan og álit þeirrra sem eru á staðnum.?

Lára Stefánsdóttir skólameistari segir að áhugavert verði að fylgjast með því næsta vetur hvernig þetta reynist. ?Vonandi leiðir það til þess að foreldrar á Dalvík verði öruggari með að senda börnin sín í Menntaskólann á Tröllaskaga.?

Siglfirðingar fagna einnig þessum framkvæmdum, sem munu auka til muna öryggi í vetrarferðum milli Siglufjarðar og Akureyrar.

Þriggja metra hátt stálþil verður sett fyrir hættulegustu gilin innan við Múlagöngin.

Snjóflóð sem féll nýlega á Siglufjarðarveg. ?Þarna þurfum við snjóflóðavörn,? segir Kristján.


Efri mynd: Kristján L. Möller | klm@althingi.is


Neðri mynd: Gestur Hansson
| gesturhansa@simnet.is

Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is