Snjóflóðahætta möguleg

Múlavegur við Sauðanes.

Tilkynning var að berast frá Vegagerðinni rétt í þessu, kl. 15.50, um mögulega snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla næsta sólarhring. Þessa stundina er mikil ofankoma í Siglufirði og veður fer hlýnandi, með leysingum og rigningu á morgun. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]