Snjóflóðahætta á Norðurlandi


Veðurstofa Íslands beinir þeim tilmælum til útivistarfólks á Norðurlandi að vera ekki á ferð þar sem hætta  gæti verið á snjóflóðum. Er þetta sent út vegna mikillar snjósöfnunar, ótryggra snjóalaga og nokkurra snjóflóða sem fallið hafa þar undanfarið. Einnig er því bent á að stöðva ekki farartæki sín á vegarköflum þar sem slík skilyrði kynnu að vera fyrir hendi.

 

Sjá jafnframt hér.

Hér er spáð norðaustan 13-20 m/s og éljum, þó verður hægara og úrkomulítið til landsins í dag. Frost 0 til 5 stig.

Útivistarfólk á Norðurlandi er beðið um að fara varlega,

enda hefur snjósöfnun verið mikil þar að undanförnu og snjóflóð fallið.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is