Snjóflóð féll á Siglufjarðarveg


Mbl.is greindi frá því fyrir um tveimur klukkustundum að Siglufjarðarvegur væri ófær vegna snjóflóðs. Að sögn Vegagerðarinnar verður ekki reynt að moka þar í kvöld. Lögreglan í Fjallabyggð var þá á leiðinni á vettvang til að kanna aðstæður en að hennar sögn sakaði engan. Flóðið var ekki mikið en þó nægilega stórt til þess að loka veginum. Hvöss suðvestanátt er nú á þessum slóðum og verður beðið með að opna þar til lægir.

Sjá nánar hér.

Ekki hefur verið upplýst hvar snjóflóðið nákvæmlega féll, en þessi vélskófla lokar nú Strandarvegi,
vestantil í firðinum, en hann liggur að Strákagöngum, og eflaust er önnur svipuð hinum megin við flóðið.
Myndin var tekin fyrir um hálftíma.


Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is