Snjóblinda verður SNJÓR


„Um þess­ar mund­ir eru stadd­ir hér á landi blaðamenn Le Fig­aro, Elle og Par­is Match, en þeir eru að kynna sér sögu­slóðir Siglu­fjarðars­yrpu Ragn­ars Jónas­son­ar. Snjó­blinda kem­ur út í Frakklandi 12. maí næst­kom­andi en þýðand­inn hef­ur ákveðið að tit­ill henn­ar verði SNJÓR.

Fyrsta upp­lag hef­ur verið stækkað úr 15.000 ein­tök­um í 21.000 ein­tök, en heim­sókn blaðamann­anna frönsku er í boði for­lags­ins La Mart­in­iére Littéra­t­ure. Þeir hafa m.a. heim­sótt hús ömmu og afa Ragn­ars, sem er fyr­ir­mynd­in að heim­ili aðal­per­sónu Siglu­fjarðars­yrp­unn­ar, og gengið um bæ­inn.

Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Bjarti hef­ur breska fram­leiðslu­fyr­ir­tækið On the Corner tryggt sér rétt­inn á serí­unni en fyr­ir­tækið hlaut Óskars- og BAFTA-verðlaun­in fyr­ir heim­ild­ar­mynd sína um tón­list­ar­kon­una Amy Winehou­se.

„Gagn­rýn­andi l’Express seg­ir í fyrstu gagn­rýn­inni sem birt­ist um Snjó­blindu í Frakklandi að það sé vissu­lega of­notað að segja að eitt­hvað sé á enda ver­ald­ar en það eigi hins­veg­ar sann­ar­lega við um Siglu­fjörð, ekki síst þar sem bær­inn sé norður við heim­skauts­baug. Aðeins sé hægt að kom­ast til þessa heill­andi bæj­ar um jarðgöng og þegar snjóflóð falli lok­ist allt. Hann sé því gullið sögu­svið fyr­ir rit­höf­unda og Ragn­ar Jónas­son hafi orið fyrst­ur til að stökkva á hann árið 2010. Gagn­rýn­and­inn sér áhrif frá Agöt­hu Christie í Snjó­blindu, enda hafi Ragn­ar þýtt fjór­tán skáld­sög­ur eft­ir hana: sögu­sviðið sé inni­lokað og fjöldi hugs­an­legra ódæðismanna tak­markaður,“ seg­ir í til­kynn­ingu Bjarts.“

Mbl. greinir frá þessu.

Á ljósmyndinni hér fyrir ofan má sjá umrædda blaðamenn ásamt Ragnari Jónassyni á Bjarnatorgi, eftir að hafa skoðað Siglufjarðarkirkju í morgun.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]