Snjóblinda verður Snjóbrúður í Þýskalandi


Frá því var greint á fréttavef Vísis um helgina að fyrirhugaður titill siglfirsku glæpasögunnar Snjóblindu í
Þýskalandi væri Schneebraut eða ?Snjóbrúður?.

Eins og fram hefur komið keypti þýska forlagið Fischer útgáfuréttinn á bókinni í Þýskalandi skömmu eftir að hún kom út hjá bókaforlaginu Veröld í október og kemur fram hjá Vísi, samkvæmt heimildum frá vef Sögueyjunnar Ísland, að til standi að bókin komi út hjá Scherz Verlag, einu undirforlaga Fischer, í október 2011, þegar Ísland verður heiðurgestur bókamessunnar í Franfurt.

Þess má geta að Snjóblinda fékk nýverið þrjár og hálfa stjörnu í ritdómi á vef Pressunnar þar sem Kristjón Kormákur sagði meðal annars: ?Hér er á ferð höfundur sem vert er að fylgjast með næstu árin. Fáir glæpasagnahöfundar hafa átt jafn sterka innkomu á íslenskan bókamarkað. Nú þegar er Ragnar farinn að hasla sér völl erlendis. Því ber að fagna, að það eru ekki aðeins turnarnir tveir, Yrsa og Arnaldur sem kunna listina að semja góða glæpasögu.?

Siglfirðingur.is greindi frá því um daginn að bókin væri uppseld á lager hjá útgefanda, en hún er þó enn fáanleg í verslunum.

Höfundurinn, Ragnar Jónasson, í Allanum, í tröppum sem koma mjög við sögu í bókinni.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is