Snjóblinda uppseld hjá útgefanda


?Salan á siglfirsku glæpasögunni Snjóblindu hefur gengið vonum framar,? segir Bjarni Þorsteinsson útgáfustjóri hjá bókaforlaginu Veröld við vefinn Siglfirðing.is. ?Er nú svo komið að bókin er uppseld á lager hjá forlaginu, en enn er hægt að fá bókina í verslunum.?

Snjóblinda er eftir Ragnar Jónasson, sem ættaður er frá Siglufirði, og er bókin væntanleg í þýskri útgáfu haustið 2011 á vegum Fischer bókaforlagsins. Bókin hefur fengið góðar viðtökur og nú í vikunni sagði Helga Birgisdóttir meðal annars í ritdómi í menningatímaritinu Spássíunni: ?Sagan, sem gerist á Siglufirði, er römmuð inn af snjó, þverhníptum fjöllum, þröngum fjörðum og myrkri […]. Siglufjörður er lokaður af vegna snjóþyngsla og glæpirnir hvíla þungt á íbúum þessa fámenna staðar. Glæpasagan sjálf er spennandi, hröð og heldur manni við efnið.? Sagði Helga að Snjóblinda væri góð glæpasaga og að það væri viss léttir ?að fá hvíld frá miðaldra og yfirleitt þunglyndum lögregluþjónum skandinavísku glæpasagnahefðarinnar.?

Mynd:

Veröld bókaútgáfa | verold@verold.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is