Snjóblinda til Ítalíu


Ítalska bókaforlagið Marsilio Editori hefur keypt útgáfurétt að glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu.

Forlagið er umsvifamikið í útgáfu glæpasagna á ítölsku og gefur meðal annars út bækur eftir Stieg Larsson, Henning Mankell, Lizu Marklund, Camillu Läckberg og Jussi Adler-Olsen.

Snjóblinda kom upphaflega út á íslensku árið 2010 og gerist að vetrarlagi á Siglufirði, þegar snjóflóð lokar bænum í miðri morðrannsókn. Bókin hefur nú þegar komið út í Þýskalandi, Póllandi og Bretlandi, en í síðastnefnda landinu náði hún efsta sæti á metsölulista Amazon Kindle af metsölubókinni Stúlkan í lestinni. Snjóblinda hefur jafnframt verið seld til Bandaríkjanna og Ítalíu.

Ný spennubók eftir Ragnar, Dimma, kemur út hjá Veröld þann 27. október, en þar segir frá lögreglukonu í Reykjavík sem er á leið á eftirlaun en tekur að sér að rannsaka eitt mál að lokum, voveiflegt dauðsfall hælisleitanda.

Mynd: Úr safni.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is