Snjóblinda seld til þrettán landa


Siglfirska spennusagan Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson rithöfund og lögfræðing hefur nú verið seld til þrettán landa, Armeníu, Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada, Marokkó, Póllands, Suður-Kóreu, Tyrklands og Þýskalands. Bókin hefur alls staðar fengið mjög góða dóma og verið á metsölulistum í Frakklandi í sumar. Þá hefur Náttblinda verið seld til átta landa og Myrknætti til þriggja landa.

Fyrir skömmu fékk Ragnar Mörda-verðlaunin fyrir bestu erlendu spennusöguna sem gefin var út í Bretlandi á síðasta ári. Og nú um mánaðamótin var Ragnar þátttakandi í hinni virtu Edinborgarbókmenntahátíð, annað árið í röð.

Áttunda bók Ragnars, Drungi, er væntanleg á markað í október.

Mynd: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]