Snjóblinda endurútgefin


Snjóblinda, fyrsta bókin í Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar, hefur verið uppseld og ófáanleg á Íslandi um langt skeið, en kom í gær út í endurútgáfu, í tilefni af velgengni bókarinnar ytra.

Á undanförnum mánuðum hefur Snjóblinda farið sannkallaða sigurför um heiminn. Bókin kom út í Bretlandi vorið 2015 og náði efsta sæti metsölulista Amazon þar í landi og í Ástralíu, fyrst íslenskra skáldsagna. Stórblaðið Independent valdi Snjóblindu sem eina af átta athyglisverðustu glæpasögum ársins. The Times sagði á dögunum að breskir unnendur glæpasagna þekktu tvo frábæra íslenska höfunda, Arnald og Yrsu.  „Hér kemur þá þriðji: Ragnar Jónasson.“ Rétturinn á Snjóblindu hefur nú verið seldur til átta landa, auk Bretlands og Ástralíu og alls breska samveldisins, og samanlagt nær bókin til tæplega helmings jarðarbúa eða þriggja milljarða manna – sem geta þá notið þess að fá Snjóblindu.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]