Snjóblinda beint í annað sæti!


Snjóblinda Ragnars Jónassonar situr nú í öðru sæti metsölulista Eymundssonar yfir
innbundin skáldverk, en hann er birtur í dag. Þá er Snjóblinda níunda mest selda bók vikunnar.

Það er því óhætt að segja að Ragnar hefji jólavertíðina með miklum látum og er hann þó eiginlega varla kominn af stað.

Á heimasíðu Eymundsson fær bókin fjórar stjörnur, og þar segir Heiðrún Sveinsdóttir: ?Í fyrra kom út bókin Fölsk nóta eftir Ragnar Jónasson, mér líkaði hún
vel. Nú er komin út Snjóblinda og hún er stórskemmtileg. Gerist
aðallega á Siglufirði um hávetur og er svo spennandi að ég missti af
byrjuninni af Útsvari.?

Mjög svo ánægjuleg tíðindi þetta.

Ragnar Jónasson.

Mynd af bókarkápu: Veröld bókaútgáfa | verold@verold.is

Mynd af Ragnari: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is