Smíðavellir fyrir 7-12 ára börn

Smíðavöllur - Siglufjörður - Mjölhúsið

Fjallabyggð verður með opna smíðavelli á Siglufirði og í Ólafsfirði frá 15. júlí til 1. ágúst, fyrir börn fædd á árunum 2007–2012. Þeir verða opnir þrisvar í viku – mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, frá kl. 10.00-12.00, nema síðustu vikuna, þá í fjóra daga, frá mánudegi til fimmtudags. Fimmtudaginn 1. ágúst verður boðið upp á grill og skemmtun. Verkefnið er í umsjón yfirmanns vinnuskóla Fjallabyggðar. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Sjá nánar þar. Smíðavöllurinn hér í bæ er á túninu aftan við Mjölhúsið.

Mynd: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]