Sláttur í lok september


Veðurfarið hefur verið að breytast undanfarið, eins og hvert mannsbarn
veit, og Siglfirðingar hafa ekki farið varhluta af því. En hvern hefði grunað um miðja 20. öld að einhver myndi vera að slá kafloðið og fagurgrænt Ráðhústorgið
undir byrjun októbermánaðar árið 2010? Sennilega engan.

Þetta gerðist nú samt í morgun.

Ljósmyndirnar tala sínu máli.

Þór Jóhannsson við sláttinn í morgun.

Allt í fullum blóma.

Ótrúlegt að þessi mynd skuli hafa verið tekin 29. september.

Kafgresi hér og þar.

Og raunar alls staðar.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is