Skyrgámur er á næstu grösum


Skyrgámur, áttundi jólasveinninn, sem einnig gengur undir nafninu Skyrjarmur, er stór og sterklegur og sólginn í skyr. Hann leitaði uppi skyrtunnur og át, þar til hann stóð á blístri. Íslenskir jólasveinar hafa skiljanlega alltaf verið afskaplega hrifnir af mjólkurafurðum eins og eldri nöfn á borð við Smjörhák og Rjómasleiki bera með sér.

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o’n af sánum
með hnefanum braut.

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
unz stóð hann á blístri
og stundi og hrein.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar. Sjá nánar á http://www.jolamjolk.is/.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is