Skyndihjálparnámskeið


Skyndihjálparnámskeið verður haldið sunnudaginn 5. mars nk. kl. 15.00-19.00 í Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju. Á námskeiðinu verður boðið upp á fræðslu um endurlífgun barna, ungmenna og fullorðinna, farið verður yfir helstu bráðasjúkdóma (sykursýki, bráðaofnæmi, asthmi), blæðingu, höfuðhögg, losun aðskotahlutar úr öndunarvegi, sálrænan stuðning o.fl.

Námskeiðið er ætlað öllum konum og körlum.

Lágmarksfjöldi er 20 manns og er verð 3.000 kr. á mann.

Leiðbeinandi er Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðbeinandi í skyndihjálp og sálrænum stuðningi.

Skráning fer fram á erlabjorns@gmail.com eða hægt er að senda henni nafn og símanúmer í skilaboðum á Facebook.

Facebook síða Erlu hér.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is