Skrifum öll undir

Þessa dagana er í gangi rafræn undirskriftasöfnun til stuðnings bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Henni lýkur 8. október næstkomandi. Allir sem orðnir eru 18 ára mega taka þátt.

Siglfirðingur.is hvetur hér með lesendur sína til dáða. Slóðin er http://listar.island.is/Stydjum/23.

Undirskriftirnar verða síðan afhentar Alþingi og ríkisstjórn.

Mynd: Fengin úr Morgunblaðinu í dag.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.