Skólaverkfall fyrir loftslagið


Nemendur efri bekkja Grunnskóla Fjallabyggðar gengu fylktu liði um sveitarfélagið upp úr hádegi í dag og tóku þar með undir mótmæli hinnar ungu, sænsku Gretu Thunberg og fjölmargra annarra í yfir 100 þjóðlöndum gegn aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. „Við erum börn og framtíð okkar skiptir máli,“ var eitt að því sem heyrðist. Og á veggspjöldum voru einnig mikilvæg skilaboð, s.s. „Næstu kynslóðir vantar framtíð,“ og „Tíminn er á þrotum.“

M.a. var mótmælt framan við ráðhúsið.

Greta Thunberg, sem fædd er 3. janúar árið 2003, vakti fyrst athygli árið þegar hún settist 20. ágúst 2018 fyrir framan ríkisþinghúsið í Stokkhólmi með skilti sem á stóð „Skólaverkfall fyrir loftslagið,“ að því er lesa má á Wikipediu. Í desember árið 2018 taldi bandaríska tímaritið Time Thunberg meðal 25 áhrifamestu ungmenna í heimi.

Nýverið var hún tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.

Víðar er mótmælt á Íslandi í dag en í Fjallabyggð, m.a. á Akranesi, Hvammstanga og í Reykjavík.

Sjá líka hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]