Skólaslit GF


Grunnskóla Fjallabyggðar var formlega slitið í gær. Skólaslit fyrir 1.-6. bekk við Tjarnarstíg fóru fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði kl. 11.00 og skólaslit fyrir 1.-6. bekk við Norðurgötu á Siglufirði í íþróttasalnum þar kl. 13.00. Skólaslit unglingadeildar voru í Siglufjarðarkirkju kl. 18.00. Þar fór fram útskrift nemenda og afhending einkunna 7., 8. og 9. bekkinga. Fjölmenni var við allar þessar athafnir.

Í neðra skólahúsi voru Tinnu Elísu Guðmundsdóttur í 2. bekk veitt aukaverðlaun í nýafstaðinni ljóðasamkeppni Norðurorku, fyrir ljóð sitt ?Þegar rigningin fellur?, en alls bárust þangað um 900 ljóð frá nemendum fimmtán grunnskóla á starfssvæði fyrirtækisins. Ljóð hennar er svofellt:

Þegar rigningin fellur,


þá rölti ég um,


læt regnið væta mig,


því mér finnst rigningin góð,

og þá er ég planta,


og þá er ég lítið blóm,


sef er rigningin fellur.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir úr skólahúsinu við Norðurgötu og úr Siglufjarðarkirkju. Myndir frá skólaslitunum í Ólafsfirði má nálgast á 625.is.

Jónína Magnúsdóttir ávarpar salinn.

Tónlistaratriði.

Fjölmenni.

Jónína flytur yfirlitsræðu sína.

Annað tónlistaratriði.

Hluti gesta.

1. bekkur tekur við prófskírteinum sínum.

2. bekkur.

3. bekkur.

4. bekkur.

 

5. bekkur.

Og 6. bekkur.

Þriðja og síðasta tónlistaratriðið, Bahama.

Jón Dýrfjörð afhendir Tinnu Elísu Guðmundsdóttur aukaverðlaunin úr ljóðasamkeppni Norðurorku.


Hér má sjá viðurkenningarskjalið.

Og sérútprentað ljóðið fékk hún einnig.

Skólastjóri með nokkur lokaorð.

Guðrún Unnsteinsdóttir, deildarstjóri, ávarpar samkomuna.

Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri.

Arndís Lilja Jónsdóttir úr Ólafsfirði, nemandi í 10. bekk, lítur yfir farinn veg.

Og eins gerði Lísa Margrét Gunnarsdóttir úr Siglufirði, einnig nemandi í 10. bekk.

Margrét Þórðardóttir.

Hjónin Timothy Andrew Knappett og Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir með tónlistaratriði.


7. bekkur tekur við prófskírteinum sínum.


8. bekkur.


Annar 9. bekkurinn.


Og svo hinn.


Baldur Jörgen Daníelsson, forseti forseti Kiwanisklúbbsins Skjaldar,

afhendir Hrafni Örlygssyni viðurkenningu fyrir góðan árangur í náttúrufræði.


Ólafur Jónsson afhendir Torfa Sigurðssyni, Hrafni Örlygssyni, Arndísi Lilju Jónsdóttur og Þorfinnu Ellen Þrastardóttur viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði.


Margrét Þórðardóttir tilkynnir viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku.


Hildur Örlygsdóttir og Lísa Margrét Gunnarsdóttir með þær.

 

Halldóra Elíasdóttir tilkynnir viðurkenningu í íslensku.


Lísa Margrét Gunnarsdóttir þakkar fyrir sig.


Helga Guðrún Sigurgeirsdóttir fékk viðurkenningu Sögufélags Siglufjarðar

fyrir góðan námsárangur í samfélagsgreinum.


Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir tilkynnir viðurkenningu í myndmennt.


Þórður Mar Árnason tekur við henni.


Margrét Guðmundsdóttir tilkynnir viðurkenningu fyrir bestu framfarir í námi.


Katrín Elva Ásgeirsdóttir þakkar fyrir sig.


Arnheiður Jónsdóttir tilkynnir viðurkenningu í ensku.


Og enn var Lísa Margrét Gunnarsdóttir kölluð upp.


Nemendaráð eldri deildar grunnskólans tekur við viðurkenningu úr hendi Sigmundar Sigmundssonar.


10. bekkingar taka við prófskírteinum sínum.


Á þessu fyrsta starfsári Grunnskóla Fjallabyggðar útskrifaðist 31 nemandi úr 10. bekk, eins og hér má sjá. 

Flottur hópur.Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is