Skólahúsið verður fjölbýlishús


„Nýir eigendur að gamla gagnfræðiskólahúsinu við Hlíðarveg á Siglufirði hafa óskað eftir að nýta húsið sem fjölbýlishús og er gert ráð fyrir að 14 íbúðir rúmist þar. Fyrirhugað er að byggja kvist á risið og nýta það fyrir tvær íbúðir. Húsið er skráð 1535 fermetrar.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt breytta notkun á húsinu og mun í framhaldinu grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum á Siglufirði tilvonandi breytingar.“ Héðinsfjörður.is greinir frá þessu.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is