Skoger brotnar hratt niður


Skoger, norska flutningaskipið sem verið hefur fyrir augum Siglfirðinga allt frá árinu 1936, út af Ráeyri eða norðan við flugbrautina, brotnar hratt niður – þ.e.a.s. vestari hluti þess. Ef bornar eru saman myndir frá 15. júlí 2010 og 14. maí 2011, sumsé 10 mánuðum síðar, sést þetta glöggt. Flakið hefur verið áningarstaður fugla, auk þess að hafa sett sterkan svip á umhverfið þarna og um leið bæjarmyndina. Þess vegna yrði mikill sjónarsviptir af því, ef það hyrfi, sem auðvitað hlýtur þó að gerast einhvern daginn í framtíðinni, eðli málsins samkvæmt.

Hins vegar gerist nú sú spurning áleitin hvort mætti seinka því eitthvað.

Sjá nánar grein Jónasar Ragnarssonar um sögu þess, brunann og fleira.

Þessi mynd var tekin 15. júlí 2010.

Og þessi í gær, 14. maí 2011.

Hér sést betur hvað hefur gerst.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is