Skjálfti upp á 3,7 stig


Jarðskjálfti af stærð 3,7 varð í morg­un klukk­an 07:36 um 11 km norðvest­ur af Sigluf­irði, á þekktu jarðskjálfta­svæði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands. Eng­ir skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­farið. Til­kynn­ing­ar hafa borist Veður­stof­unni um að skjálft­inn hafi fund­ist á Sigluf­irði og Ólafs­firði.

Krist­ín Elísa Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir bæði Sigl­f­irðinga og Ólafs­firðinga hafa haft sam­band við Veður­stof­una en skjálft­inn fannst óveru­lega á Ólafs­firði en bet­ur á Sigluf­irði.

Upp­tök skjálft­ans eru á þekktu jarðskjálfta­svæði en ekki hafa verið nein­ir stór­ir skjálft­ar á þessu svæði í tals­verðan tíma. Jarðskjálft­arn­ir í Öxarf­irði ný­verið eru ekki á sama belti og skjálft­inn í morg­un og því eng­in tengsl þar á milli, að sögn Krist­ín­ar.

Mbl.is greinir frá þessu.

Græna stjarnan á kortinu hér fyrir ofan sýnir hvar upptök skjálftans voru.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is