Skjálftahrina við Siglufjörð


Þrír jarðskjálft­ar mæld­ust við Siglu­fjörð í nótt og morg­un. Sá stærsti var 3,1 stig en hann reið yfir um kl. 05.25. Á síðu Veðurstofu Íslands kemur fram að upptökin hafi verið 11 km suðvest­ur af Sigluf­irði, á 12,9 km dýpi. Hinir tveir voru báðir 11,4 km suðvest­ur af Sigluf­irði, 1,2 og 2,8 að stærð, á 9,1 og 12,3 km dýpi, um kl. 05.30 og 05.33. Af umræðum á Facebook má ráða að ýmsir Siglfirðingar hafa vaknað við skjálftana.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is