Skírn og hjónavígsla


Fyrr í dag var Brynja Guðmundsdóttir færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju. Hún fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Katrín Drífa Sigurðardóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson, að Hávegi 26 á Siglufirði. Brynja á tvö eldri systkin, Jóhann Gauta, á 8. ári, og Guðnýju, á 4. ári. Skírnarvottar eða guðfeðgin voru Björn Steinar Sveinsson, Guðlaug Þórdís Sigurðardóttir, Hafdís Hrönn Sigurðardóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

Að skírn lokinni gengu þau svo í hjónaband, Katrín Drífa og Guðmundur Gauti.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn.

Forsíðumynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Myndir af Brynju Guðmundsdóttur: Kristín Sigurjónsdóttir.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is