Skiptinám, sumarbúðir og gönguferðir


Ferðaskrifstofan Mundo boðar til kynningarfundar á Hótel Siglunesi á laugardag, 4. febrúar, kl. 13.00, um skiptinám og sumarbúðir fyrir unglinga. Einnig verða kynntar gönguferðir eftir Jakobsvegi, umhverfis Mont Blanc og í Ölpunum. Allir eru velkomnir.

Í aðsendri tilkynningu segir:

„Viltu læra nýtt tungumál á mettíma, kynnast öðruvísi menningu, eignast skemmtilega vini og prófa eitthvað nýtt? MUNDO býður upp á skiptinám og sumarbúðir fyrir alla þá sem vilja upplifa ógleymanlegan tíma. Sumarbúðir MUNDO bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast menningu og tungu Spánar og upplifa skemmtilegasta tíma lífs síns. Þú ferð á spænsku- og leiðtoganámskeið og býrð hjá spænskri fjölskyldu í þrjár vikur. Á þessum tíma eignast þú nýja vini, bæði íslenska og spænska, borðar framandi mat og færð að sjá stærstu borgir Spánar, fallegustu strandirnar og merkustu söfnin. Skiptinám er tilvalið fyrir þá sem vilja stíga út fyrir þægindarammann, eignast heimili í öðru landi, verða reiprennandi í nýju tungumáli og nýta árið sem þeir græða á þriggja ára menntaskólakerfi. Þú getur farið til Bandaríkjanna, Spánar eða Þýskalands og breytt lífi þínu í leiðinni. Hins vegar eru í boði gönguferðir erlendis um Jakobsveg, umhverfis Mont Blanc og um Alpana.“

Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Jónsdóttir Njarðvík í síma 691-4646 margret@mundo.is.

Sjá nánar hér.

Mynd: Skjáskot af heimasíðu MUNDO.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is