Skipsflakið við enda gamla flugvallarins


Í gær var bætt við undir Greinar fróðleik sem Jónas Ragnarsson tók saman
um norska flutningaskipið Skoger, en það varð eldi að bráð 20. ágúst
1936. Leifar af því hafa síðan blasað við augum skammt frá enda gömlu
flugbrautarinnar á Ráeyri.

Það var um 580 brúttótonn að stærð og hafði komið til Siglufjarðar
tveimur dögum áður. Í því voru um 2000 tunnur af síld sem söltuð hafði
verið um borð, 500 tómar síldartunnur og 500 tunnur af salti. Í
olíugeymum skipsins voru 8 tonn af olíu (sumar heimildir nefna 30
rúmlestir) og auk þess voru í skipinu átta föt af smurolíu.

Upphaflega birtist þetta áhugaverða skrif í desemberblaði Hellunnar
2006.

Mynd og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is