Skipakomur 2016


Bókaðar hafa verið 10 skipakomur fyrir næsta sumar – frá maí og fram í ágúst. Skipin sem bókað hafa komu sína eru Ocean Diamond sem kom hingað reglulega í sumar og National Geographic Explorer sem er meðal fyrstu skemmtiferðaskipanna sem komu til Siglufjarðar.

Þá hefur bæst við nítjánda skipakoman í ár, en von er á skipinu Ocean Nova í næstu viku, nánar tiltekið 4. september. Það má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Skipið ákvað að breyta för sinni um landið vegna þess að skipsstjórnendur fengu ábendingu um að Siglufjörður væri verðugur áfangastaður þar sem vönduð afþreying væri í boði á vegum Síldarminjasafnsins, Þjóðlagasetursins og Kvæðamannafélagsins Rímu.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Anita Elefsen.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]