Skíðasvæðinu hefur verið lokað þetta vorið


Skíðasvæðinu í Skarðsdal hefur verið lokað þetta vorið, enda farið að
minnka um snjóinn þar efra. Þetta kemur fram á skard.fjallabyggd.is/. Opnunardagar í vetur voru 109 og gestir
inn á svæðið 13 þúsund, sem er metaðsókn.

Þessir hressu guttar verða að bíða til næsta hausts eftir að skíðasvæðið opni á ný,

en þá verður líka hægt að fara margar sleðaferðirnar – eða nota eitthvert annað tryllitæki, sem rennur vel.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is