Skíðasvæðið opið til kl. 16.00 í dag


?Skíðasvæði verða opin víða um land í dag. Þannig verður skíðasvæðið í Bláfjöllum opið frá 10.00-17.00 en gott veður er á svæðinum nánast enginn vindur og rúmlega 4 stiga frost,? segir á Mbl.is.

?Rúta fer frá Olís í Mjódd kl. 12.40 og kemur við í Olís Norðlingaholti á leiðinni uppeftir. Frá Bláfjöllum fer rútan klukkan 17.00.

Í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opið frá 10.00-16.00 í dag. Að sögn umsjónarmanna svæðisins er nægur snjór í brekkunum.

Skíðasvæðið í Oddsskarði á Austulandi verður opið frá kl. 10.00 til 16.00. Þar voru í morgun 10 metrar á sekúndu, 3 stiga frost og léttskýjað. Vindur á að ganga niður þegar líður á daginn.?

Og rúsínan í pylsuendanum: ?Skíðasvæðið í Skarðsdal í Siglufirði er opið í dag frá kl 10.00-16.00. Í morgun var þar 3-9 m/sek, 1 stigs frost og heiðskírt.?

Skarðsdalur er opinn til kl. 16.00 í dag.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is