Skíðasvæðið opið í dag


Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Skíðasvæðið í Siglufirði verður opið í dag frá kl. 14.00-19.00. Veðrið er austan gola, frost 5 stig og éljagangur. Færið er troðinn púðursnjór; það hefur snjóað u.þ.b. 25-30 cm í brekkurnar.

Á árinu 2014 var opið í 84 daga og gestir 10.500 en á árinu 2013 var opið í 103 daga og gestir 17.000. Veðurfar var einstaklega erfitt á árinu 2014 sem skýrir þennan mun að töluverðu leyti. Veturinn 2015 verður vonandi miklu betri.

Velkomin í fjallið.
Starfsmenn.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is