Skíðagöngumót í Fljótum


„Fljóta­mótið, ár­legt skíðagöngu­mót um páska­hátíðina, verður haldið í Fljót­um í Skagaf­irði á föstu­dag­inn langa, 25. mars nk. Hef­ur mótið fest sig í sessi sem einn af stærstu viðburðum í sveit­inni. Þátt­tak­an í fyrra var mjög góð en þá mættu um 90 kepp­end­ur til leiks á öll­um aldri, eða frá 4 ára upp í 85 ára. Einnig kom fjöldi áhorf­enda og er talið að um 250 gest­ir hafi verið á svæðinu. Eins og áður fer fram hóf í móts­lok í Keti­lási, fé­lags­heim­il­inu í Fljót­um, þar sem verðlaun verða af­hent og girni­leg­ar veit­ing­ar verða í boði fyr­ir kepp­end­ur og gesti. Munu all­ir kepp­end­ur fá verðlauna­pen­ing og páska­egg að auki. Að sögn Björns Z. Ásgríms­son­ar, eins skipu­leggj­enda móts­ins, er þetta orðið annað fjöl­menn­asta skíðagöngu­mót lands­ins, næst á eft­ir Fossa­vatns­göng­unni.“ Mbl.is greinir frá.

Mynd: Aðsend.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is